is

Hvað þarf ég mikið eigið fé ?
Sundurliðun

Með eigið fé er átt við þá fjárhæð sem eftir verður þegar skuldir hafa verið dregnar frá eignum umsækjanda. Umsækjendur sem eru með skammtímaskuldir eins og t.d. nýtta yfirdráttarheimild eða aðrar skammtímaskuldir, þurfa að eiga 5% eigið fé umfram þær skuldir.

  • Námslán: eru ekki talin til skulda í þessu samhengi
  • Bílalán: verðmæti bifreiðar er hluti af eigin fé, áhvílandi bílalán kemur til frádráttar.

Ef eigið fé er umfram 6,5% , þá dregst það eigið fé sem er umfram 6,5% af mögulegu hámarks hlutdeildarláni. Ef umsækjand á meira en 15% eigið fé þá eru meiri líkur á að viðkomandi geti keypt eign án hlutdeildarlán