is

Hvaða íbúðir falla undir hlutdeildarlán ?

Hlutdeildarlán eru eingöngu veitt til kaupa á nýjum íbúðum sem samþykktar eru af HMS á grundvelli samnings HMS og byggingaraðila.

Þó er undantekning að heimilt er að lána hlutdeildarlán vegna kaupa á eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Eldri íbúð verður að hafa hlotið gagngerar endurbætur þannig að jafna megi ástandi hennar við ástand nýrrar íbúðar og þarf HMS að staðfesta að svo sé.

Umsækjanda er heimilt að festa kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar. Við mat á fjölskyldustærð skal, auk umsækjanda, líta til fjölda barna eða ungmenna undir 20 ára aldri sem er á framfæri umsækjanda eða býr á heimilinu.

Horft er til sérstakra aðstæðna umsækjanda eða fjölskyldu hans þegar þörf er á auka herbergi fyrir aðstoðarfólk vegna fötlunar.

Veldu
Veldu
Veldu